29.7.2022 | 15:40
Hinum ljóslausu virðist fjölga þessa dagana.
Það hefur verið áberandi í umferðinni að undanförnu hve mjög þeim bílum fjölgar, sem eru ljóslausir að aftan.
Þetta er meira að segja áberandi á rafbilum, þar sem ekki ætti að skorta rafmagnið fyrir nýjust gerðir LED-ljósa.
En svo mikið gildi hefur notkun rafmagnsins, að það er eins og ökumönnum þeirra sé þessi hlutfallslega litla eyðsla þyrnir í augum.
Margir nýjustu bílarnir eru þannig búnir, að þeir eru skær stöðuljós að framan, og hægt er að hafa þau ein og sér logandi á sama tíma og ekkert afturljós logar.
Hvergi er að sjá að neitt sé gert til eftirlits í umferðinni með þessum skorti á ljósanotkun.
En til hvers eru ljósin þá í umferðinni?
![]() |
Besta veðrið í skjóli á Suðurlandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)