16.8.2022 | 09:08
Lækkandi haustsólin lætur vita af sér.
Um þetta leyti árs er sólargangur orðinn jafn lágur og hann var í lok apríl í vor og þetta segir óhjákvæmilega til sín þegar nóttin er orðin lengri og útgeislun frá jörðinni er mikil í næturmyrkrinu undir heiðum himni.
Aðeins hin eðlisfræðilega tregða veðurbreytinga árstíðanna hamlar því að ekki kólnar meira og hraðar í veðurfarinu.
Hásumar í meðalhita er í kringum 20. júlí en ekki á sumarsólstöðum mánuði fyrr, og vorkomunni seinkar þannig að hún er að meðaltali í kringum sumardaginn fyrsta en ekki mánuði fyrr, á vorjafndægrum.
Og þökk sé þessari tregðu stórra massa gegn breytingum, einkum massa hafsins, er fyrsti vetrardagur mánuði eftir haustjafndægur.
![]() |
Frosin jörð í Reykjavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)