Hólmsheiði og Bessastaðanes grafin upp. Hvað fleira? Löngusker? Mýrar?

Tvær nefndir hafa verið látnar fjalla um málefni Reykjavíkurflugvallar. Í báðum nefndunum var gengið framhjá fróðustu mönnum í flugmálum almennt. 

fyrri nefndin lét kanna nokkra kosti; Löngusker, Bessastaðanes, Hólmsheiði og svonefnt Hvassahraun, sem er raunar á mörkum Almennings og Rjúpadalahrauns. 

Niðurstaðan varð að velja Hvassahraun. 

En síðan eru hafIÐ eldgosatímabil, sem gæti orðið nokkurra alda langt og gerir Hvassahraun að næstum því eins slæmum kosti og hugsast getur. 

Og þá ber svo við að leiðtogar borgarstjórnarmeirihlutans og fleiri pólitískir vonbiðlar rjúka upp til handa og fóta og slengja aftur á borðið Hólmsheiði og Bessastaðanesi, sem búið var að afskrifa. 

Í blaðagrein á sínum tíma lýsti Leifur Magnússon, einhver mesti þekkingarbrunnur okkar í flugmálum því í blaðagrein, að lang algengasta aðflugið að hugsanlegum Hólmsheiðarflugvelli myndi liggja yfir þrjú vaxandi hverfi, Vogahverfið, Grafarvog/Ártúnshöfða, grafarholt og komandi byggð við Reynisvatn og í Úlfarsárdal. 

Hliðstætt aðflug á austur-vesturbraut Reykjavíkurflugvallar liggur hins vegar yfir sjó í Skerjafirði.   

Löngusker og Bessastaðanes eru innan vébanda friðlands í fjórum bæjarfélögum við skerjafjörð. 

Á Lönguskerjum er fágætt stuðlabergsgólf og Bessastaðanes myndi þrengja að forsetasetrinu eins og sýnt var fram á með því að lenda þar flugvél með leyfi forseta, sem þá var Ólafur Ragnar Grímsson.

Búrfellshraun rann í sjó fram í innan við eins kílómetra fjarlægð frá hugsanlegum brautarenda.   

Varaþingmaður hefur stungið upp á flugvelli á Mýrum og fullyrt að hann yrði álíka langt frá Reykjavík og Keflavíkurflugvöllur er nú. 

Af því að Sundabraut myndi stytta leiðina svo mikið á Mýrarnar. En hafði þá greinilega ekki litið á kortið og séð, að eftir sem áður yrðu meira en 80 kílómetrar á Mýrarnar en 50 á Keflavíkurflugvöll!   

Nefnt hefur verið flugvallarstæði á Rangárvöllum. Í næsta nágrenni eldfjalls, sem gýs með klukkustundar fyrirvara!

Fyrir liggur að ekkert hagstæðara flugvallarstæði er fyrir hendi en það, sem nú er. Aðeins þarf að lengja austur-vesturbrautina til þess að allar millilandaþotur geti lent þar. 

Á Keflavíkurflugvelli eru fimm kílómetrar til eldstöðvar og stutt er frá hugsanlegu neðansjávargosi út af Reykjanesi með öskufalli. 

Hvorugt þessa er neitt svipuðum mæli á Reykjavíkurflugvelli. 

Ein helstu rök framboðs gegn þessu besta flugvallarstæði hafa verið, að ef sá flugvöllur hefði ekki verið gerður, hefði aldrei risið þéttbýli austan Elliðaáa. 

Þeir 130 þúsund Íslendingar, sem nú eiga heima austan Elliðaáa, hefðu getað búið í Vatnsmýrinni! 

Hve langt ætla menn eiginlega ganga í umræðum um þetta mál? 

 

 


mbl.is Puma-einkaþotan á Reykjavíkurflugvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. ágúst 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband