1.9.2022 | 15:32
Enn einn aukasnúningurinn á Löngusker.
Þrjósku andstæðinga Reykjavíkurflugvallar virðist lítil takmörk sett og fjölbreytnin í málflutningi endalaus.
Í samantekt um málið í Morgunblaðinu í dag eru Löngusker eina ferðina enn komin upp á borðið, þótt meginatriði málsins séu einföld.
Málið snýst um tvo möguleika, þar sem gerningarnir eru þrír í öðrum en aðeins einn í hinum. .
MÖGULEIKI A.
1. Að rífa núverandi flugvöll.
2. Að að reisa íbúðabyggð i staðinn.
3. Að gera nýjan flugvöll á nýjum stað á Lönguskerjum.
Möguleiki B.
1. Að reisa íbúðabyggð á Lönguskerjum.
Niðurstaða: Tveir möguleikar með jafnmiklum árangri, en annar er þrefalt dýrari en hinn;
Möguleiki A með þrjá dýra gerninga.
Möguleiki B með einn gerning.
![]() |
Neikvæðni gagnvart uppbyggingu í kjölfar eldgoss |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)