Tazzari með aðeins 20 hestöfl stingur í stúf.

Einn frægasti staðurinn í Mótordalnum svonefnda er kappakstursbrautin í Imola þat sem margir af fræguustu kappaksturskoppum í formúlu eitt þöndu fáka sína áratugum saman fyrr á tíð. 

Eitt hörmulegasta banaslys í sögu þeirrar keppni var þegar Ayrto Senna fórst þar og þjóðarsörg varð í heimalandi hans. 

Skammt frá eru Tazzari verksmiðjurnar sem sérhæfa sig í framleiðslu á hlutum þar sem notaðar eru málmblöndur af ýmsu tagi til að laða fram sem sterkastar einingar í ýmiskonar varningi. 

Í aldarbyrjum datt mönnum þar í hug að smíða léttan tveggja sæta rafbíl með aðeins 20 hestafla vél undir tegundarheitinu Tazzari. 

Þetta varð að veruleika árið 2009 og tveir viðskiptavinir frá Íslandi fluttu tvo slíka bíla inn, sem hafa verið við lýði síðan. 

Bílarnir liggja afar vel í beygjum eins og sjá hefur mátt á myndum á YouTube, en með aðeins 20 hestöfl gera þeir auðvitað engar rósir gegn Ferrari, þótt þyngdin sé aðeins 750 kíló.


mbl.is Heimsækja Lamborghini, Ferrari, Ducati og Pagani
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. september 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband