Stórt skref frá 19 farþegum upp í 30 og Eyjum upp í Egilsstaði.

Þegar síðast var kannað á vegum þessarar bloggsíðu hve langt smíðistækni rafflugvélar væri komin var niðurstaðan 19 farþegar milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja. Aðrar helstu flugleiðir of langar. 

Niðurstaðan miðaðist við að notaðir yrðu rafhreyflar eingöngu. 

Í framhaldi þess voru prófaðar mismunandi gerðir af tvinnflugvélum og við það lengdist mögulegt flug talsvert. 

Ástæðan var sú, að í staðinn fyrir eyðslufrekt klifur eftir flugtak upp í hentuga hæð á rafmagni einu, væru eldsneytishreyflarnir notaðir sem mest í það. 

Í blábyrjun flugtaks yrðu allir hreyflarnir notaðir til þess að stytta flugtaksbrunið og skapa aukið ðryggi ef vélarbilun yrði. 

Með þessu var nýttur vel sá eiginleiki eldsneytishreyfla að orkan léttist þegar henni er eytt, ólíkt því sem er í rafflugvélum.   

Rafaflið yrði mest notað í láréttu flugi þar sem nægileg lögg væri samt eftir í eldsneytisgeymunum til að hægt væri að láta þá vera tiltæka öryggishreyfla, einkum í aðfluginu. 

Bloggsíðan hafði ekki fullkomna tölvunotkun við að prófa mismunandi mðguleika en nú sést að tölurnar hafa batnað verulega. 

Þó er langt í land varðandi lengra flug, til dæmis yfir hafið, sem óvíst er að verði nokkurn tíma mögulegt án eldsneytis.

Því eins og er, er sá eiginleiki eldsneytis að brenna upp og hverfa við notkun og létta þar með orkubirgðirnar, lykillinn af afköstum þotnanna.  

 


mbl.is Icelandair tekur þátt í þróun rafmagnsflugvélar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heilsugæslan gefur og tekur.

Öldruðum fjölgar, lyfjum fjölgar, verkefnum heilsugæslunnar og velferðarkerfisins þar með. 

Vaxandi eftirspurn af ýmsu tagi kallar á dýrari lækningar og betur launað starfsfólk. 

Allt er þetta og meira til óhjákvæmilegt og ábyrgðarhluti að hörfa undan því verkefni að tryggja góða þjónustu með þeim fjárveitingum og þeim launum, sem til þarf.  

Samkvæmt skýrslu OECD vanræktu Íslendingar þá hlið í áratug og súpa sem því nemur seyðið af því. 


mbl.is Stefnum í sama ástand og Noregur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. september 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband