Ný ensk orð birtast í fjölmiðlunum daglega.

Það getur verið fróðlegt að fylgjast með stanslausri sókn enskrar tungu inn í íslenskt málfar. 

Æ oftar birtast ný orð, sem bætast við ensk orð sem þegar hafa birst dag eftir dag. 

Til dæmis má nefna fjögur orð sem birst hafa bara síðasta sólarhringinn, "bannerar", "tens" og "krúsíal móment"

Allt eru þetta orð, sem ryðja burtu ágætum íslenskum orðum, sem hafa þótt nógu góð hingað til. 

Tvö orðanna eru að vísu með íslenska beygingu, talað um bannera og um að eitthvað hefði gerst "á krúsíal mómenti."  


mbl.is Vörumerkin sem gætu misst gæðastimpil drottningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. september 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband