Svipað verkefni a hjólastígum og á götunum.

Umbætur í umferðinni á göngu- og hjólastígum, sem greint er frá í viðtengdri frétt á mbl.is eru svipaðar og viðhafa þarf í umferð ökutækja á götunum. geirsnef_rei_hjol

Það varðar ekki aðeins hættulegan hraðakstur heldur jafnvel líka notkun farsíma eða tækja, þar sem hjólreiðamenn jafnt sem bílstjórar eru í raun að lesa niður fyrir sig í stað þess að horfa fram fyrir sig. 

Síðuhafi axlarbrotnaði til dæmis í ársbyrjun 2019 á miðju Geirsnefinu vegna þess að maður á rafreiðhjóli, sem kom á móti honum, beygði skyndilega fyrir hann þegar þeir mættust, og kom í ljós að hann hafði verið að reyna að lesa af litlum mæli á hjólinu, sem sýndi hve mikið rafafl væri eftir á hjólinu. 

Það var hálfrokkið, og málningin farin að mást á stórum köflum á punktalínunni á miðjum stígnum vegna vanrækslu við viðhald hjá borginni, sem hafði meðvirkandi áhrif. 

Myndin hér er tekin eftir að loksins var búið að máa punktalínu stígsins eftir slysið. 

Maðurinn hafði ekki lesið handbókina með nýja hjólingu sínu, en þar sást, að hægt var að kveikja ljós á raforkumælinum,

Hann tók það til bragðs að láta ljós frá ljosastaurum varpa ljósi á mælinn og punktalínuna sem hann hjólaði meðfram, en varaði sig ekki á því að hún hvarf á stórum köflum og hjólastígsljósin lýstu þar að auki aðeins eina til tvær sekúndur í senn á mælinn. 

Síðuhafi hefur séð það af léttbifhjóli sínu við umferðarljós á gatnamótum, hvernig ótrúlega stór hluti ökumanna er að nota snjallsímana á fullu og skapa með því enn meiri hættu en hætta er á á hjólastígum. 

Eftir slys á Akureyri á 2,5 metra breiðum hjólastíg fyrir nokkrum árum, var ákveðið þar á bæ að breikka hjólastíginn og aðra stíga upp í 3 metra. v til a 1

Breikkun, betra viðhald og merkingar á hjólastígum eru brýn nauðsyn, eins og sást nýlegu dæmi um ómerkt bliindhorn við Miklubraut á dögunum þar sem tveir hjólamenn komu samhliða inn á blindhornið eins og ekkert væri sjálfsagðara. 


mbl.is Vill aðgerðir gegn hraðakstri bifhjóla á göngustígum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýjar upplýsingar um umhverfisáhrif af vindmyllum kalla á rannsóknir.

Vindmyllur af þeirri stærð og umfangi, sem nú er að birtast í stórbrotnum áætlunum um risastóra vinnmyllugarða, eru nýjung í orkumálum hér á landi. 

Á kynningarfundum um áform í Dalabyggð mærðu vindmyllufrömuðir mjög þessa tegund orkuöflunar og gerðu lítið úr gagnrýni á hávaða og sjónmengun. 

Sögðu þeir að hávaðinn væri nær enginn og að hann væri ekki meiri en af kæliskápum! 

Birtar voru myndir af vindmyllugörðum, sem áttu að sýna, að sjonmengun væri nær engin. 

Meðal þeirra voru myndir teknar lóðrétt ofan frá niður á myllurnar svo að spaðarnir og möstrin féllu inn í umhverfið!

Með auknum umsvifum á þessu sviði erlendis og stækkandi myllum, eru að koma fram ný atriði varðandi umhverfisáhrif þeirra sem full ástæða er til að rannsaka rækilega áður en rokið verði í það með miklum látum að reisa risavaxna vindmyllugarða bæði á hafinu við landið og um allt land, þar sem orkuframleiðslan yrði margföld núverandi orkuframleiðsla hér á landi. 

Er rétt að benda á afar athyglisverðan bloggpistil Gunnars Heiðarssonar um ný hrollvekandi atriði varðandi vindmylluæðið, sem brýn nauðsyn er að rannsaka til hlítar áður en vindbarónum, - sbr. nýyrðið sægreifar, - verði gefinn laus taumurinn hér á landi. 


mbl.is Kynna áform um vindorkuver
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. september 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband