Elísabet og Georg faðir hennar vörpuðu nýju ljósi á konungdæmi.

Þegar Játvarður 8. konungur sagði af sér völdum, tók Georg 6. við og margir töldu þá, að konungsveldið í Bretlandi ætti ekki langa lífdaga fyrir höndum. 

Mörgum öldum fyrr hafði William Shakespeare lýst valdatigninni svona: "Sumir fæðast tignir, sumir afla sér tignar, og tigninni er troðið í suma."

Goorg konungur var óframfærinn og stamaði og sýndist mörgum að orðum skáldsins um að tigninni væri troðið í suma ætti við Georg.  

En á styrjaldarárunum stóð Georg sig vel í því að samsama sér einkar vel þjóð sinni og gera kounugsfjölskylduna að afar þýðingarmiklum hluta þjóðarinnar með mun meiri árangri og sóma en jafnvel færustu stjórnmálamönnum hefði tekist. 

Þegar útlitið var svartast í orrustunni um Bretland hafnaði konungur því alveg að flýja land, og hikaði ekki við að skoða rústirnar eftir loftárásir Hitlers í London, þár sem meira að segja féll sprengja rétt við Buskingahamhöll þar sem hann dvaldi. 

Arftaki hans, sem nú er fallinn frá, ólst upp við þetta á unga aldri og tókst að afla sér mikillar virðingar, þrátt fyrir ýmis vandræðamál í konungsfjölskyldunni. 

Karli þriðja Bretakonungi er mikill vandi á höndum, ekki síður en Georgi afa hans þegar hann tók við.  


mbl.is Elísabet drottning látin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tilhlökkunarefnið í vörn?

Um ár og aldir hefur það verið tilhlökkunarefni á góðum sumrum að fara í berjaferð. Á síðsumrum var að auki hlakkað til töðugjalda og síðar til gangna og rétta. 

Það er synd að frétta af því að nú sé víða sótt að berjaferðunum. 

Í "sveitinni minni" hér forðum tíð voru þetta einkum þrjár til fjórar gjöfular berjslautir í fjallinu sem bjuggu til hina ljúfu stemningu sem hafði berjabláar varir sem einkenni. 

Er vonandi að svo sé enn.  

Það er að vísu ágætt út af fyrir sig að eiga völ á því ak kaupa berjaskyr í búðum, en samt verður að óska hinni gömlu hefð velfarnaðar eins ög öðrum góðum hefðum. 


mbl.is Segja sjarmann farinn af berjatínslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. september 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband