9.9.2022 | 22:50
Þjóðþekktir menn hafa setið sem sýslumenn nyrðra.
Það er vel við hæfi að Sýslumaður Íslands hafi aðsetur á Húsavík.
Þar sat til dæmis Júlíus Hafstein faðir Jóhanns Hafstein sem var alþingismaður og forsætisráðherra, og eitthvað kom skáldjöfurinn Einar Benediktsson við sögu.
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu situr í Kópavogi en ekki í Reykjavík og sýslumannsembætti á Vestfjörðum sér um verkefni tengd bifreiðaskráningu í landinu.
Þrátt fyrir allt færði Covid okkur ekki bara vandræði, heldur varpaði ljósi á nýja möguleika varðandi fjarvinnu og margt fleira.
![]() |
Sýslumaður Íslands verður á Húsavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.9.2022 | 17:43
Skjálftarnir nyrðra eru ólíkindatól. Sá stærsti gæti legið í leyni.
Stórir jarðskjálftar og skjálftahrinur eru býsna algengar á svæði við norðanvert landið, sem nær allt frá ströndinni norður af Skagafirði og austur í Kelduhverfi.
1962 varð meira en sex stiga skjálfti við mynni Skagafjarðar, og fannst hann svo greinilega í Reykjavík, að ljósakrónur sveifluðust á tólftu hæð í blokkinni að Austurbfún 2.
Mikið tjón varð í Dalvík vegna jarðskjálfta þar 1934 og einnig í Kópaskeri í ársbyrjun vegna jarðskjálfta þar 1976.
Í kjölfar hans var feiknarleg skjálftahrina langt fram vor með stórfelldum breytingum í Kelduhverfi þar sem til varð stærðar vatn, sem gefið var heitið Skjálftavatn.
Öllu þessi umbrot voru tengd Kröflueldum 1975 til 1984.
Ekki er hægt að nefna helstu skjálfta á brotabeltinu, sem liggur frá austri til vesturs um Norðurland, að sleppa megi þeim, sem gæti orðið skammt frá Húsavík.
Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur er einna fróðastur manna um þessi efni, og benti á það á sínum tíma, að kísilverið á Bakka væri nálægt þeim stað á brotabeltinu þær sem sá stærsti gæti orðið hvenær, sem væri.
![]() |
Lýsa yfir óvissustigi fyrir norðan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)