Ekki "Krýsuvíkurleiðin" í þetta sinn?

Það hefur stundum verið sagt þegar Íslendingar taka þátt í stórmótum með miklar væntingar að þegar landsliðið hefur síðan lent í erfiðleikum í byrjun og jafnvel tapað strax, hafi þeir sýnt tilhneigingu til að "fara Krýsuvíkurleiðina" að því að komast upp úr riðlinum. 

Ef liðið fylgir eftir hinni góðu byrjun í framhaldi leiksins í kvöld, gæti það verið afar mikilvægt til þess að forðast það á auka álagið sem töpum fylgir, en það hefur áður komið niður á úthaldinu í mótslok. 

P.S.

Áhorfendurnir íslensku áttu frábæran þátt í þeim eftirminnilega viðburði, sem þátttaka Íslendinga í mótinu átti. Ungverjar á staðnum hrifust af flutningi ungverska lagsins, sem íslenskum þulum hættir til að kalla ranglega "Ferðalok." 

Síðuhafi var viðstaddur frumflutning Óðins Valdimarssonar á laginu 1959 og þá strax og síðar á plötunni upp frá því hét lagið frá hendi Jóns Sigurðssonar í bankanum "Ég er kominn heim."

Afkomendur Jóns vilja halda sig við það heiti og hinir stórgóðu lýsendur á því þegar lagið er flutt verða að fara rétt með þetta, þótt það sé ekki á sérsviði þeirra.

Ljóðið Ferðalok er eftir Jónas Hallgrímsson og sömuleiðis þau lög sem hafa verið samið við þetta þekktasta ástarljóð í sögu landsins. 

 

 

 


mbl.is Þetta er algjörlega toppurinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forn frægð að fá nýja vængi?

Í upphafi Seinni heimsstyrjaldarinnar kom hið gríðarlega mikilvægi járnnámanna ænsku, sem kenndar voru við Kiruna og Gellivara svo snemma í ljós, að Hitler ákvað að leggja undir sig Danmörku og Noreg á undan megin herferðinni inn í Niðurlönd og Frakkland. 

Ástæðan var sú, að eina flutningaleiðin með járnið, sem var opin  allt árið, lá um Narvik í Noregi, því að Kirjálabotn var lokaður vegna ísa að vetrarlagi.

Bretar voru líka vel meðvitaðir um þetta og voru með áætlun um að senda herlið til að leggja þessa flutningsleið undir sig í hröðum leiðangri og láta Norðmenn og Svía standa frammi fyrir gerðum hlut. 

En Svíar og Norðmenn héldu fast við fullt hlutleysi, sem hafði haldið Norðurlöndunum utan við Fyrri heimsstyrjðldina. 

Þótt Bretar hæfu að leggja tundurdufl í siglingaleiðinni aðfararnótt 9. apríl 1940, reyndust Þjóðverjar fyrri til með allsherjar innrás í Danmörku og Noreg þann dag í stíl við Leifturstríðið Í Póllandi haustið 1939 þar sem meðal annars var beitt alls þúsund flugvélum til að ná valdi í lofti yfir Danmörku og Noregi frá upphafi.  

Svo mikilvæg voru yfirráð Þjóðverja fyrir þá, að þeir voru með 330 þúsund hermenn í Noregi til loka Heimsstyrjaldarinnar. 

Nú er Kiruna á ný í sviðsljósinu vegna hins funds málma, sem hafa gríðarlegt gildi í orkubúskap nútímans. 

Í þetta skiptið eru yfirráðin á hreinu þegar Svíþjóð hefur lagt hlutleysisstefnuna af. 


mbl.is Risastór fundur sjaldgæfra jarðmálma í Svíþjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. janúar 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband