28.1.2023 | 15:09
Koma þarf böndum á ökugleðina, sem ýtir undir kappakstur í umferðinni.
Helstu átrúnaðargoð rokkkynslóðarinnar upp úr 1955 voru James Dean, Elvis Presley og Marilyn Monroe. Öll urðu þau skammlíf og lutu í lægra haldi fyrir fíknum þessa tíma.
James Dean heillaðist af kappakstri og keppti í honum, en fórst síðan í hörmulegu bílslysi á Porsche sportbíl sínum.
Þessi upphafsár rokksins voru þau fyrstu, þar sem unglingar gátu eignast bíla í stórum stíl, og um þessa bíla gilti, að ef gæðingar koma til sögunnar, verður þeim hleypt.
Þetta var eitt af þeim atriðum sem lýst var í kvikmyndinni American Graffiti þar sem götukappakstur í umferðarumhverfi kom við sögu.
Hér á landi þekktist kappakstur á umferðargötum líka, en við blasti, að þörf var á viðbrögðum við þessu hættulega fyrirbrigði.
Það ðrlaði á viðbrögðum með tilkomu svonefnds góðaksturs á vegum Bindindisfélags ökumanna á sjöunda áratugnum, en keppni í ralli og rallýkross og kvartmílu ruddi sér ekki til rúms fyrr en um 1975.
Í gegnum árin hefur myndast hér aðstaða, sem þarf að bæta til þess að koma betri böndum á ökugleðina, sem ýtir undir kappakstur í umferðinni.
Þetta er í raun öryggismál, því að meðan gæðingar eru til, verður þeim hleypt.
Þetta skildi hinn þekkti lögreglumaður Siggi Palestína, sem stofnaði ásamt ungum eigendum skellinaðra vélhjólaklúbbinn Eldingu í kringum 1960 og var langt á undan sinni samtíð í þessu nytsama framtaki sínu.
![]() |
Annar ökumaðurinn ekki allsgáður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)