Hetjurnar í "Krafti" og "Blóðskimun til bjargar."

Fyrir nokkrum árum var hleypt af stað átakinu "Blóðskimun til bjargar" í tengslum við starf Krabbameinsfélagsins og fólst það í að ákveðnu úrtaki af fólki, sem gafst kostur á að koma í blóðskimun eftir mergæxli. 

Síðuhafi var einn af þessu fólki, og fékk síðan bréf um það að hann hefði greinst með forstig og beðinn um að koma í framhaldsskoðun. 

Niðurstaðan varð áframhald eftirlits, en með fylgdi þessi ráðlegging; "Þú skalt samt ekki hafa of miklar áhyggjur því að þetta er enn á algeru forstigi og þú orðinn það gamall, að eitthvað annað mun líklegra til að drepa þig fyrst."

Við hliðina á dyrunum á blóðskimunarherberginu eru dyr með áletruninni "LÍFIÐ ER NÚNA" og viðtðl við fólk á biðstofunni höfðu svo djúp áhrif, að niðurstaðan varð að semja sérstakt lag undir þessu heiti og fá Margréti Eir og Pál Rósinkranz til að syngja það. 

Það hefur áður verið birt á Facebook síðu minni og í tengslun við viðtengt viðtal á mbl.is birt í framhaldinu á ný.  

 L


mbl.is „Þú ert með krabbamein“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. október 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband