Hrikalegar yfirlýsingar magna hættuna á grimmdarlegasta stríði vorra tíma.

Yfirlýsingarnar sem stríðsaðilar fyrir botni Miðjarðarhafs láta nú dynja á heimsbyggðinni, ganga svo langt, að þrátt fyrir að ýmislegt hafi verið sagt og gert á þeim 75 árum, sem liðið hefur í Pælestínu í stríðsástandi í raun, virðist hjóm eitt í samanburði við hinar hroðalegu hótanir og ofstopa, sem nú ræður ríkjum. 

Andstæðingar Ísraelsríkis hafa löngum talað opinskátt um það takmark sitt að eyða Ísraelsríki en á móti lýsir Benjamín Netanjahu því yfir að Hamasliðar séu þvílíkar skepnur og villidýr, að þeim beri að útrýma miskunnarlaust. Svona orðbragð hefur ekki heyrst síðan Hitler notaði orðið rottur um  Gyðinga í svipuðu samhengi við ætlun hans að útrýma meira en tíu milljón Gyðingum. 

Nýjustu leiðbeiningar Hamasliða um hroðalega meðferð á fðngum sínum minna á svipaðar leiðbeiningar til þýskra hermanna í Rússlandi varðandi það, að vegna þess að Sovétríkin væru ekki aðilar að Genfarsáttmálanum, hefðu þýskir hermenn fullan rétt á að skjóta fólk að vild. 

Og hótanir Netanjahus um stríð af alveg nýrri og áður óþekktri umfangi og grimmd eru skelfilegar.  

 


mbl.is Ísrael færir sprengjuárásir upp á næsta stig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. október 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband