Kaflaskilin 1965.

Nafn Páls Samúelsonar, eins af frumherjunum í íslenskri bílasðgu, verður órjúfanlega tengt þeim kaflaskilum, sem urðu í henni 1965. 

Fram að því ári hafði skattlagning jeppabíla verið notuð hressilega til þess að stýra innflutningi þeirra og var það gert á þann hátt, að gríðarleg niðurfelling á innflutningsgjðldum var sett fyrir jeppa, sem voru með styttra hjólhaf en 2,40 m. 

Þar með sluppu Rússajepparnir við gjöldin auk Willys og Landrover, allir vélarvana með fjögurra strokka vélar, en jeppar sem voru aðeins lengri og upplagðir fyrir íslenskar aðstæðu á borð við International Scout, voru skallagðir út af markaðnum. 

1965 gerðist hins vegar tvennt óvænt, sem gerbreytti landslaginu. Fyrsti sex strokka jeppinn, Toyota Landcruiser, birtist á markaðnum, og stóðst kröfuna um nógu stutt hjólhaf. 

Síðuhafi ætlaði fyrst að kaupa þann japanska, en aðeins nokkrum vikum síðar kom Ford Bronco fram á sjónarsviðið, var með netta sex strokka vél, mjúka gormafjöðrun að framan og var þar að auki réttu megin við hjólhafsmörkin, 2,33 m.  

Afleiðingin varð fyrirbæri, sem var kallað Bronkó-æðið, og þar með höfðu tveir sex strokka jeppar valdið kaflaskilum í íslenskri bílasögu.

Átta strokka Bronco af árgerð 1973, var einhver ljúfasti bíll, sem síðuhafi hefur átt. 

Á árunum 1992 til 2004, tók Toyota Hilux við því hlutverki.  

En enda þótt Bronkóinn setti strik í bili í fyrir gengi japanskra jeppa, skall önnur og varanlegri bylgja á, japanska bylgjan á, og átti meira en hálfrar aldar yfirburðastöðu framundan. 

Toyota varð þar í fararbroddi í dæmalausri velgengni þar sem Páll Samúelsson lék stórt hlutverk.  

 


mbl.is Andlát: Páll Samúelsson fv. forstjóri Toyota
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. október 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband