25.10.2023 | 22:44
Snýst um nauðsynlegt samband kynslóðanna.
Síðustu ár hefur það færst mjðg í vöxt, að þegar gengið er um Reykjavíkurborg finnist hinum eldri þeir skyndlega vera komnir í allt aðra borg, jafnvel erlendis.
Meginástæðurnar eru aðallega vanhugsaðar breytingar eða niðurrif á húsum, einkum í eldri hlutum borgarinnar, en nefna má líka næstum sjúklega tilhneigingu til að breyta um nðfn úr íslenskum nðfnum yfir í ensk.
Á ferð um suðvesturhluta Írlands 1992 vakti athygli sú viðleitni Íra að varðveita gelísk örnefni og skilti á vegum og mannvirkjum.
Voru vegaskilti víðast með gelíska nafninu ofan á og hinu enska nafni undir.
Nefna má ótal dæmi um vanrækslu og sinnuleysi gagnvart menningarminjum í Reykjavík.
Einna snautlegast í borg, þar sem fyrsta flugið á íslenskri grund fór fram, skuli flugminjar hafa verið vanræktar jafn gersamlega og gert hefur verið í Reykjavík.
Sem lítið dæmi má nefna, upprunalegir munir frá fyrstu árum Reykjavíkurflugvallar á borð við gasluktir, sem notaðar voru sem brautarljósm, skuli vera varðveitt á byggðasafninu á Hnjóti í Örlygshöfn i Patreksfirði!
"Hér reri afi á árabát" er sungið í einu af þjóðhátíðarlðgum Vestmannaeyinga, og slíka hugsun má hafa í hávegum þegar menningarminjum er sinnt hér á landi.
Guðlaugur vill menningarminjar í öndvegi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)