28.10.2023 | 20:17
Ekki hægt að treysta endalaust á áhættuspil með eldvirknina.
Stórmerkileg heppni hefur verið hingað til yfir eldgosunum á Reykjanesskaga, sem líkast til marka upphafið á nokkurra alda tímabili nýrrar eldvikni á skaganum, sem nú er horft fram á.
Í stað þess að nýta þann mikla mannauð, sem felst í jarðeðlisfræðingum okkar og einbeita okkur að forvarnaraðgerðum, er ekkert slíkt sérstakt á döfinni, heldur eru jafnvel uppi margvíslegar framkvæmdir víðsvegar um svæðið frá Reykjanestá til Þingvallavatns, sem er morandi í eldstöðvum sem hafa verið virk á sögulegum tíma.
Bláa lónið, Svartsengi og Grindavík, sem nú eru nefnd, eru ekki aðeins milljarða mannvirki, heldur þéttbýli og orkufyrirtæki sem þjóna bæði byggð og stóriðju á stærstum hluta suðvesturhorns landsins.
Samhliðs því, sem fleiri staðir bætast við í röð þeirra, sem nú hafa þegar gosið, aukast væntanlega líkurnar á því að áhættuspilshegðunin færi okkur eldgos með hundraða milljarða tjóni.
Svo alger er doðasvefninn í málefnum innviðanna svonefndu, að áfram er unnið ötullega að því að undirbúningi nýs millilanda- og innanlandsflugvelli kenndan við Hvassahraun, sem er, eins og nafnið bendir til, ætlað að vera á einum af ótal hraunum Reykjanesskagans.
Lítill viðbragðstími ef kvika kemur upp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)