Vantar torfbæi alþýðunnar, svo sem Skarðsá.

Flestir þeirra torfbæja, sem þekktir eru hér á landi vegna þess að þæir hafa verið varðveittir, gefa litla mynd um menningu og kjðr alþýðu fólks, vegna þess að þeir eru fyrst og fremst húsakynni yfirstéttarinnar og hinna betur megandi. 

Fyrir tilviljun komst síðuhafi í tæri við gögn um húakost á landsbyggðinni, sem voru á bókasafninu litla á Sólheimum í Grímsnesi á sjöunda áratugnum. 

Í þeim mátti sjá, að svo seint sem á fjórða áratugnum skar eitt svæði síg úr, envþað voru Húnavatnssýsla og Skagafjðrður en þar var meirihluti sveitabæja enn úr torfi. 

Í Hvemmi í Langadal var lítill torfær, sem búseta var í allt fram til 1957, sem síðuhafa gafst einu sinni færi á að koma inn í. 

Þremur áratugum síðar var gerður sjónvarpsþáttur um torfbæinn Skarðsá í Sæmundarhlíð, sem Skarðsárannáll. 

Þar bjó enn einsetukonan Pálína, komin um áttrætt. Húsaskipan var sérkennileg og fólst greinilega í því að koma í veg fyrir kulda í hjarta bæjarins með því leiðin þangað inn lægi um afar löng og þröng göng. Dró heiti þáttaris nafn sitt af því.  

Skarðsárannáll bendir til ákveðinn tengsl þessa yfirlætislausa torfbæjar við menningararf okkar, og er miður varð nánast útrýming smáu torfbæjanna sem öldum saman voru heimkynni þorra þjóðarinnar. 

Réttari mynd myndi fást í Skagafirði ef þar væri einn alþýðubær varðveittur ásamt stóra bænum að Glaumbæ.  


mbl.is Menningararfur falinn í torfbæjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. október 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband