Kaldá og Kaldársel eru fágætt náttúruvætti.

Kaldá og skálinn þar eru fágætt náttúruvætti, annars vegar svæðið sjálft með stærsta ferskvatnsfall Reykjanesskagans neðanjaðrar, sem veldur því niðri við Straumsvík, að sjómenn fyrri tíma gátu ausið drykkjarhæfu vatni úr sjónum þar sem þeir voru í bátum sínum uppi við ströndina, og hins vegar Gamli skáli sjálfur, sem er svið 80 ára gamallar sögu með tengsl við tugþúsundir ungmenna og hugsjónamanna. 

Mikið starf þarf að vinna til þess að rannsaka þetta fágæta vatnsfall sem hverfist um Kaldárbotna, svo að hægt verði að tryggja nægilegt rennsli Kaldár ofan jarðar, auk þess sem tilvist skálans verði tryggð, annað hvort í endurbyggri gerð eða nýjum skála. 


mbl.is Skoða framtíð Gamla skála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. október 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband