Bensínstöðina við Laugaveg 180 þyrfti að færa til upprunalegs horfs.

Enn er á lífi í Reykjavík fólk, sem man eftir því sem bernskuminningu þegar bensínstöðin við Laugaveg 180 var reist.  

Það sem var mest áberandi við hana var, að hún leit út eins og flugvél, sem sneri í vestur með uppsveigðum vængjum líkt og sjá má á mörgum flugvélum. (Dihedral). 

Síðar var annar vængurinn rifinn af, en af af því að þessi bensínstöð er sú elsta, sem nú er lagt til að vernda, væri alveg tilvalið að breyta henni úr hinu vængbrotna ástandi í það, sem hún var í upphafi, eins og tilbúin til flugtaks. 

Þótt það sjáist litt utan frá var frá upphafi rekin smurstöð í þessari byggingu, sem vel mætti athuga að gera að eins konar fornminjum. 


mbl.is Leggja til friðun fjögurra bensínstöðva í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. október 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband