Næstum eins mikil framför og koma Willys jeppans.

Þeir sem sáu fyrstu blaðaauglýsingarnar fyrir 70 árum gleyma því seint hve nýstárlegt útlit þessara tveggja bíla, Bjðllunnar og Rúgbrauðsins var. 

Á þessum árum var að hefjast einhver mesta efnahagsbylting sögunnar á Vesturlöndum, og endurnýjun einkahjóla, örbíla og annarra farartækja í mikilli sókn. 

Fyrir mikla framsýni forráðamanna Breta á breska hernámssvæðinu náðist það fram að VW verksmiðjan í Volfsburg, sem slapp að mestu óskemmd í stríðinu, fengi að framleiða bílana tvo fyrir markað bæði heima og fljótlega líka erlendis. 

Nordhoff, fyrsti forstjórinn, gaf út þá stefnu að ítrustu gæði yrðu höfð í hávegum í smáu og stóru. 

Volkswagen stóð frá upphafi ýmsa galla, eins og þröngt innanrými, lævísa yfirstýringu vegna staðsetningar vélarinnar fyrir aftan afturhjólin og takmarkað útsýni, en á móti kom frábærlega einföld vélargerð, sjálfbær bygging, einföld loftkæling og ótrúlega samkeppnishæft verð.  

Fram til 1978 voru framleiddar Bjðllur í milljónatali í Þýskalandi og 21 milljón í heiminum, fleiri en af nokkurri annarri bílgerð í sögu bílsins. 

Tilkoma Willysjeppans hér á landi 1945, var vegna lélegra vega meiri byltin hér fyrstu árin eftir stríð ne tilkoma Bjðllunnar, en hér á landi var það fyrst og fremst Bjðllunni að þakka að almenningur gat stokkið yfir miklu minni bíla á svipaðan hátt og aðrar þjóðir.  


mbl.is 70 ára afmælissýning Volkswagen á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vaxtarhugmyndirnar virðast takmarkalausar.

í fyrra settu forsvarsmenn um sjókvíaeldi fram kröfur sínar um framtíðarstefnu í þeim málum, sem byggðust á því að á tíu árum yrði það tífaldað hér á landi, og að stefnt yrði einbeitt að því að framleiðsluverðmæti þeirra yrðu allt að 500 milljarðar á ári! 

Þeim, sem leist ekki á blikuna, var lýst sem óvinum landsbyggðarinnar og þaðan af verra, og var þó að hluta til um andófsfólk að ræða á borð við meirihluta Seyðfirðinga, sem vilja bægja þessum ósköpum frá sér. 

Hvort einhver 60 prósenT aðspurðra i skoðanakönnunum séu andvíg þessum brjálæðislegu aðgerðum skiptir í ljósi reynslunnar ekki nokkru minnsta máli í þessu sambandi. 

Útlenda fjárfestingarféð sem streymir hingað frá Noregi sannar hina gömlu reynslu dæmisögunnar, að asni, klyfjaður gulli, kemst yfir hvaða borgarmúr, sem er. 


mbl.is 60% andvíg fiskeldi í sjókvíum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. október 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband