Undirrótin svipuð og á Ólympíuleikunum 1972 en umfangið margfalt.

Palestínumenn hafa orðið að lifa við það að vera hernumin þjóð í 56 ár, og þegar fimm árum síðar var óþol þeirra orðið slíkt að þeir komu allri heimsbyggðinn óþyrmilega á óvart á Ólympíuleikunum í Munchen með að ráðast inn í búðir Ísraelsmanna á leikunum og taka þar gísla. 

Vestur-Þjóðverjar hðfðu lagt sig í líma við að ljá leikunum sem friðsamlegast yfirbragð í góðri trú, reyndust fyrir bragðið herfilega illa undir þetta búnir, svo að mannfallið varð miklu meira en ella. 

Eftir ellefu sinnum lengra hernám eru Palestínumenn orðnir enn hatursfyllri en nokkru sinni fyrr við það að horfa upp á stóraukin vðld harðtrúarmanna, aukna sókn í að auka svokallaðar "landnemabyggðir" og sækja í að minnka lýðræði í átt til harðstjórnar. 

Þar á ofan hafa þeir orðið að horfa á Ísraelsmenn komast upp með það að brjóta sáttmála og ályktanir Sameinuðu þjóðanna. með hernámi Vesturbakkans.  

Aðgerðir Palestínumanna núna eru margfaldar að mannfalli og eyðileggingu miðað við atburðina 1972, og þær koma enn meira á óvart að umfangi og hörku sem yfirgengur allt það sem á undan hefur gengið. 


mbl.is „Þetta á eftir að stigmagnast“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verða þúsundir Palestínumanna drepnir?

Í átökum Ísraels og Palestinumanna síðustu áratugi hefur það yfirleitt verið þannig, að fyrir hvern drepinn Ísraelsmann hafa verið drepnir alls tíu sinnum fleiri Palestínumenn.  

Ísraelsmenn hafa þegar lýst yfir stríði og því miður virðist stefna í miklu harðari átök en nokkru sinni fyrr, en eru harðlínumenn með mun sterkari tök í núverandi ríkisstjórn en nokkru sinni fyrr.  


mbl.is Yfir 200 Ísraelar látnir í árásunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. október 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband