Allt frá því að íslenskur ofurhugi hljóp berfættur í sandölum einum eftir þunnri skán af rennandi hraunstraumi í Heklugosinu 1970 hefur slíku athæfi verið jafnað við óðs manns æði.
Nokkur hrollvekjandi dæmi voru nefnd úr Fagradalseldunum í fyrra og hitteðfyrra.
Nú í kvðld liggur fyrir, að meters djúpur sigdalur hafi myndast undir Grindavíkurbæ, og miðað við stærðarhlutföll jarskorpunnar er yfirborð jarðar undir Gríndavík ígildi þunnu hraunskáninni í dæmunum, sem nefnd voru hér að framan, og einnig er nefnt, að minnsta kosti tveggja vikna löng rýming bæjarins sé framundan, jafnvel þótt ekki gjósi.
Nú liggur fyrir, að vegna þess að ekki séu aðstæður sem valda gosóróa núna, geti fyrirvarinn á jarðeldi á leið hina örskömmu leið upp á yfirborðið í Grindavík verið aðeins íi nokkrum tugum sekúndna.
Ofurhuginn við Heklu 1970 slapp við alvarleg brunasár með því að hlaupa nógu hratt, en sólarnir á sandölunum voru brunnir hálfa leið inn úr eftir hlaupið.
Það sem réttilega hefur verið talið óðs manns æði í fyrrnefndum atvikum 1970 og núna á því óþyrmilega við núna.
Mismunurinn felst hins vegar í því að einstaklingar spiluðu áhættuspil í fyrri atvikunum, en núna er jafnvel verið að gæla við grænt ljós á tugi fólks í einu sem eigi fótum fjör að launa.
Þurfum að vera á tánum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)