Ekki var minnst á kvikugangana á jarðskjálftavæðinu Kelduhverfi og Öxarfirði.

Fjótlega eftir upphaf Kröfluelda hófst mikið jarðskjálftatímabil á svæði sem náði allt frá Leirhnjúki og norður í Öxarfjörð.  Harður jarðskjálfti stórskemmdi mannvirki á Kópaskeri og mikið misgengi, nýjar gjár og sprungur skóku sveitina mánuðum saman. 

Síðuhafi fylgdist með þessu eftir föngum og miðlaði myndum í fréttirnar eftir því sem ástæða þótti til.  

Aldrei minnist hann þess þó að lýsingar jarðvísindamanna á þessum hamfðrum hafi hvelfst um kvikuganga á skjálftasvæðinu á nyrsta hluta þessa svæðis, heldur var í frásögnum af stöðu mála, sem miðaðist við kvikuganga og láréttri hreyfingu kviku í tvær gagnstæðar áttir frá Leirhnjúki. 

Þær mælingar, sem voru í gangi, miðuðust að mestu við einfaldan hallamæli í stððvarhúsinu, sem var reist fyrir virkjunina, og alls urðu níu eldgos á syðri hluta umbrotasvæðis, sem náði frá Leirhnjúki norður undir Hrútafjðð, en ekkert á skjálftasvæðinu á nyrsta hlutanum.   

Ný mælitækni svo sem GPS var víðsfjarri í den, og þess vegna eru aðstæður vísindamanna margfalt betri nú en þá til að gefa ótrúlega góðar lýsingar og greiningar á því, sem er að gerast.  


mbl.is Kvika líklega komið beint upp úr dýpra hólfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. nóvember 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband