Tólf kílómetra "afgangsstærð" í "jaðarbyggð"?

Of hefur það verið haft á orði á þessari bloggsíðu og hliðstæðum vettvangi hvílíka gersemi er að finna á útjaðri byggðar í Strandasýslu. 

Hefur verið tekið svo  djúpt í árinni, að enginn, sem hefur sleppt því að fara landveg alla leið norður í Ófeigsfjörð, geti sagt að hann hafi kynnst þessum kynngimögnuðum slóðum.  

Af þessum sökum er það þyngra en tárum taki að frétta af því að enn eina ferðina ætli fjárveitingavaldið að svíkja gefin loforð um að lagfæra þá tólf kílómetra sem útaf standa á Veiðileysuhálsi svo að hægt verði að koma á viðunandi vegasambandi allt árið út á þessar tðfraslóðir aðdáenda Árneshrepps og íbúa hans. 


mbl.is Bjarsýnustu vonir að myrkvast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. nóvember 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband