24.11.2023 | 16:23
Grindavíkurálitamál í Reykjavík fyrir 42 árum.
Álitamál varðandi sprungusvæði er ekki það fyrsta sem komið hefur upp hér á landi.
Fyrir borgarstjórnarkosningarnar 1982 voru lögð drög að heilmikilli byggð norðaustan við Raauðavatn.
Davíð Oddsson oddviti þáverandi minnihluta gerði þessar fyrirætlanir að kosningamáli og gekkst fyrir því að hætt yrði við þær þegar hann endurheimti meirihluta í borgarstjórninni.
Miðað við hið algenga fyrirhyggjuleysi, sem hefur verið landlægt fyrirbæri hér á landi, er svo að sjá að þarna hafi andófsmenn gegn smíði byggðar á þessu svæði verið talsvert á undan sinni samtíð.
Í Grindavík hefur komið í ljós, að þegar árið 1954 hafi mátt glögg merki þess að byggðin í Grindavíkurbæ væari á sprungusvæði.
Ekki talið óhætt að skoða sprunguna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.11.2023 | 00:42
Svipað og pylsa Clintons og icecream soda hjá Hemma.
Oft eru það að því er virðist sáraeinfaldir og litlir hlutir sem virka betur en stórir og flóknir.
Eitthvað slíkt virtist vera á gangi þegar lítil og einföld ísbúð í Árbænum vakti meiri athygli og umtal en flest annað í Reykjavíkurheimsókn forseta Íslands,
Minnti það á enn einfaldara atriði í Íslandsheimsókn Bill Clintons hér um árið, - pylsan í skúrnum Bæjarins bestu sem varð á svipstundu þekktasti matstaður landsins.
Á árum Hemma Gunn á Akureyri var gaman að vera í slagtogi þar í bæ í góðu veðri, helst steikjandi hita.
Í litilli ísbúð í miðbænum bauð Hemmi upp á fyrirbæri sem nefndist Icecream sóda, en það var eins konar hristingur með ís og gosdrykknum Mix, en sá drykkur var ein Akureyskra gosdrykkja.
Því heitara og mollulegra sem var við þessa neyslu, því eftirminnilegra.
Móeiður átti hugmyndina að ísferð með forsetanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)