Leitað að eldgosi með vasaljósi.

Atvikið, sem Þorbjörn Þórðarson greinir frá að gerst hafi í Kröflueldum, er líkast til einstakt í eldgosasögunni, og örugglega það minnsta. 

Þetta gerðist að vetrarlagi, og blaðamenn frá helstu fjölmiðlum héldu til í Hótel Reynihlíð. 

Um kvöldið var dimm hríð, og jarðfræðingar gáfu það upp, að miðja kvikunnar, sem leitaði upp, væri nálægt Leirhnjúki, og gæti kvikan leitað annað hvort til norðurs eða suðurs, en ekki væri vitað, hvort yrði ofan á. 

Um miðnæturbil barst sú fregn til Reynihlíðar, að eldgos væri hafið í Bjarnarflagi nálægt Kísilhiðjunni, og varð uppi fótur og fit hjá blaðamönnunum, sem flýttu sér þangað.  

Þegar þangað kom var ekkert að sjá vegna snjókomu, en síðuhafi var vopnaður stærstu gerð af vasaljósi og taldi aðspurður, að færa sig upp í svonefnda Krummagjá, sem hafði myndast í Mývatnseldum fyrir 250 árum. 

Gönguferðin við ljósið frá vasaljósinu endaði snöggt þegar hópurinn áttaði sig skyndilega á því að hafa lent í einstæðum fíflagangi með því að vera að leita að eldgosi með vasaljósi!  

Lögðu menn því snarlega á flótta og hættu þessari endemis vitleysu. 

Þegar birti morguninn eftir sást að á svæði á stærð við stóran fótboltavöll hafði fallið fíngerð öskumylsna; minnsta hraun á Íslandi við það að gaosið hafði glóandi aska upp úr borholuröri og dreifst um þetta litla svæði í kring!


mbl.is „Komin nálægt því að fara í gos“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. nóvember 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband