4.11.2023 | 23:44
Afar spennandi nýr kostur í rafbílaflórunni.
Það er ekki á hverjum degi, sem jafn spennandi nýr kostur á rafbílasviðinu hefur verið frumsýndur og GWM ORA 300 PRO.
Aðalástæðan er sú, að einn aðal ókosturinn við minnstu og ódýrustu rafbílana, sem hafa hingað til verið á boðstólum, er skortur á rými, einkumm í aftursætinu.
Þess kemur það þægilega á óvart yfir hve miklum kostum rafbíll þessi býr yfir fyrir jafn hagstætt verð.
Á þessari bloggsíðu hefur verið sýndur áhugi á ódýrasta rafbílnum, Dacia Spring, sem áhugaverðum kosti fyrir "litla manninn" sem vill taka þátt í orkuskiptunum.
Dacia fór mjðg hugvitsamlegar leiðir til að gera bílinn léttari, en þegar nánar var að gætt kom í ljós að bíllinn fær aðeins eina stjörnu af fimm mögulegum í svonefndri NCAP rannsókn á ðryggisatriðum varðandi gerð bíla.
Þarna hefði framleiðandinn þurft að gera betur og einnig að minnka ekki rafhlöðuna niður í 27 kwst og rýra með því drægnina of mikið, niður í 230 km.
Í hinum nýja ORA 300 PRO er rafhlaðan 58,8 kwst með uppgefna WLTP 319 km drægni.
p.s. Með því að fara inn á kynningarsíðu GWM sést, að rafhlaðan í 300 PRO er gefin upp með 48 kwst, en hins vegar framleidd aðeins öflugri 400 gerð með 63 kwst rafhlöðu, sem ætti að geta gefið allt að 400 km drægni.
![]() |
Hekla frumsýnir nýja rafbíla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 5.11.2023 kl. 22:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.11.2023 | 13:25
Ýmislegt líkt með Kröflueldum og eldvirkninni núna á Reykjanesskaga.
Í Kröflueldum hafði mælitækni þróast nógu mikið til þess að hægt væri á betri veg en áður að fylgjast með landhæð, risi og sigi, sem skiptust á.
Í níu skipti varð ekki úr gosi, heldur hljóp kvikan eftir meginsprungu, nær alltaf í norðaustur.
Þrátt fyrir byltingu í mælitækninni núna, er áfram erfitt fyrir vísindamenn að segja með vissu um það hvort og hvenær landris endar með eldgosi.
![]() |
Gos þykir líklegast við Illahraunsgíga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)