5.11.2023 | 23:34
Gylfi Þ. hló alltaf á réttum stöðum.
Ástæða er til að taka ofan og hneigja sig djúpt fyrir hetjum eins og Valdimari Sverrissyni, sem greint er frá í viðtengdri frétt á mbl.is.
Í skal hér skotið að, að á ráðherratíð Gylfa Þ.Gíslasonar, var hann einstaklega duglegur við að þiggja boð um að sitja árshátíðir skólanna og annarra menntastofnana, og á veturna varð því óhjákvæmilegt að við horfðumst í augu kvöld eftir kvöld þegar ég skemmti á þessum árshátíðum.
Svo kurteis og tillitssamur var Gylfi, eð enda þótt þyrfti að sitja uppi með það að heyra gamanmál mín aftur og aftur, helgi eftir helgi, hló hann alltaf samviskusamlega aftur og aftur að spauginu, sama þótt það væri mjðg oft á hans kostnað.
Sjá mátti oft, að áheyrendur litu á Gylfa til þess að huga að viðbrögðum hans við beittasta spauginu, sem náði hámarki 1969, þegar flutt var háðsádeilan "Íslands síspælda stjórn" með að leggja hana í munn menntamálaráðherrans og herma eftir honum í botn.
En það var aðdáunarvert hve fljótur Gylfi var að læra prógrammið, því að hann hló ekki aðeins dátt og hátt, heldur alltaf á réttum stöðum.
Fólk hló á réttum stöðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)