Fjölbreytnin er mesta auðlindin. Nýr veruleiki.

Fjölbreytnin í ílenskum náttúru- og menningarverðmætum skín út úr þeim dæmum sem Lonely Planet nefnir og mælir með fyrir ferðafólk á Íslandi. 

Grunnástæðan felst í þeim miklu möguleikum, sem einstæð blanda, samspil og átök jarðelds og ísa skapa og endurspeglast síðan í fjölbreytni í menningarlífinu og þjóðlífinu. 

Síðustu dagarnir hafa til dæmis leitt fram alveg nýjan veruleika, sem Vestmannaeyingar kynntust óvænt á sjöunda áratugnum og er nú að renna upp fyrir íbúum Suðurnesja. 

Í deilunum um stóriðjustefnuna um síðustu aldamót töluðu stóriðjudýrkendur alla möguleika til vaxtar ferðaþjónustu niður og töldu fánýtt óráðshjal; bjuggu til síbylju um fjallagrasatínslu í þeirri umræðu. 

Síðan kom Eyjafjallajökull og ferðaþjónustan skóp mesta efnahagsuppgang Íslandssögunnar á aðeins sex árum.  


mbl.is Lonely Planet mælir með þremur íslenskum stöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. nóvember 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband