9.11.2023 | 22:33
Athyglisverð viðtvöl við Pál Einarsson og Ara Trausta Guðmundsson.
Viðtvöl við jarðeðlisfræðingana Pál Einarsson og Ara Trausta Guðmundsson í dag eru einkar upplýsandi. Páll var einn þeirra vísindamanna, sem fylgdist einna gleggst með Kröflueldunum, sem oft hefur verið vitnað til á þessari bloggssíðu.
Lárétt hlaup kviku eftir kvikugöngum koma oft við sögu á þeim flekaskilum, sem eru orsök og eðli hins eldvirka hluta Íslands, og nefnir Páll 48 kílómetra færslu kvikunnar í Holuhrauni sem dæmi, en þar lagði megin eldstöðin Bárðarbunga til hraunstrauminn.
Raunar eru til eldri dæmi um svipað af hendi Bárðarbungu fyrr á öldum, allt suðvestur til Friðlands að Fjallabaki.
Fróðlegt gæti verið að rannsaka betur áhrif hinna stóru gufuaflsvirkjana á Reykjanesskaga á háhitasvæðin þar, en margir náttúruverndarmenn nefndu fyrirhuguðu virkjanirnar á skaganum "ruslakistu Rammaáætlunar" á sínum tíma og það ekki að ósekju.
Nýjar myndir sýna breytingar: Háhitasvæðið stækkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)