1.12.2023 | 17:36
Fleiri dæmi um ofríki Bílastæðisjóðs. Hægt að fjarlægja þúsundir bíla!
Bílastæðasjóður á að vera þjónn borgaranna en ekki andstæðingur sem teldi það höfuðhlutverk sitt að beita valdi sínu sem freklegast. Eða það hefði maður haldið.
Síðuhafi hefur tvívegis lent í svipuðum aðstæðum og greint er frá í viðtengdri frétt á mbl.is.
Í fyrra skiptið hafði miðinn í glugganum fokið til á mælaborðinu vegna hvassviðris þannig að erfitt var að lesa á hann utan frá, en þegar að var komið var kominn stöðumælavörður, sem var byrjaður á skrifa á sektarmiða, þótt miðinn inn sýndi, að ennþá voru meira en 20 mínútur eftir af borgaða tímanum.
Vörðurinn harðneitaði að taka þessi óræku sönnunargögn til greina og málið endaði á þeirri ofríkislúkningu að engu varð um þokað.
Hitt málið tengdist setningu nýrrar lagaumgjðrðar vegna skyldu fjölbýlishúsaeigenda til að sjá um uppsetningu sem tryggði aðgengi íbúa að rafmagni fyrir rafknúna bíla.
Þótt fáum sé það kunnugt er hægt að kaupa rafbíla sem eru aðeins tveggja sæta og aðeins með möguleika á að nýta heimilisrafmagn með minna en tíu ampera straumi. Smæð þessara bíla og einfaldleiki er grunnurinn að lágu verði þeirra og ódýrum rekstri.
Í ljós kom við athugun að ótrúlega einfalt og ódýrt var að skapa aðgengi fyrir litla rafbílinn inni á litlum stalli sem var innan við gangstéttina meðfram blokkinni á eignarlóð blokkarinnar. Fyrir hreina tilviljun var passaði stallurinn nákvæmlega fyrir bílinn.
Þegar bíllinn stóð þar, losaði hann um bílastæði við húsið þar sem hægt var að hafa annan bíl í staðinn.
Nú hefði maður haldið að það hefði verið almannahagur að leysa þetta mál á ótrúlega hagkvæman hátt. Stjórn húseigendanna tók þessu vel og lausnin virtist blasa við.
En það var nú öðru nær.
Fyrr en varði var kominn ellefu þúsund króna sekt á bilinn.
Ný umferðalög voru öll túlkuð á ótrúlegan hátt sem gaf Bílastæðasjóði algert sjálfdæmi í málinu að sðgn talsmanna hans.
Skyldi ég hafa mig hægan, því að samkvæmt nýju umferðarlðgunum, hefði Bílastæðasjóður heimild til að láta fjarlægja bílinn með lögregluvaldi á nóttu sem degi og gera hann upptækan!
Talsmenn sjóðsins upplýstu glaðhlakkalegir að nýju lögin heimiluðu að alla bíla, sem stæðu utan við bílskúra mæetti meðhöndla á þennan hátt hvenær sem væri!
Bílastæðasjóður gaf út sektir á einkalóð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
1.12.2023 | 08:35
Vandræðasætið hægra megin að aftan.
Á áttunda áratug síðustu aldar var Ólafur Ragnarsson heitinn ritstjóri Vísis og fékk síðuhafa til að sjá um bílasíðu blaðsins.
Meðal nýjunga í bílaprófunum var að fá sér hljóðstyrksmæli og mæla hávaðainn inni í bílnum á 70 km hraða á grófum malarvegi, mæla hámarkshraða bílsins á krappasta hluta Hagatorgsins og setjast´sem farþegi í hægra framsættið þannig stillt að stuðningur væri undir lærin, fersta sætið þar og máta síðan rýmið í hægra aftursætinu.
Þetta geri ég enn í dag og í þessari prófun hefur komið í ljós sá vaxandi galli við rýmið í aftursætinu, að erfitt er að sttíga inn og út ur rafbílunum vegna þess rýmis sem rafhlöðurnar undir gólfinu stela frá fótarýminu.
þetta er galli á flestum meðalstórum og smærri rafbílum.
besta rýmið hingað til hefur mælst í Hyondai Ioniq 5, og í flokki smærri og ódýrari rafbíla hefur ORA 3ÖÖ komið skást út.
Að öðru leyti stunda ég ekki eins umfangsmiklar bílaprófanir og forðum daga.
Þegar stærðin skiptir máli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)