Styttist í fleiri opnanir?

Miðað við þær upplýsingar, sem komið fram að undanförnu um ástandið í Svartsengi og Grindavík, er rétt að benda á skrif Haraldar Sigurðssonar jarðfræðings, sem hefur sextíu ára reynslu af rannsóknum af eldgosum um allan heim og hefur miðlað af henni undanfarnar vikur.  

Skoðanamunur er talsverður á milli hans og þeirra, sem fengin hafa verið ráð yfir aðgerðum á svæðinu, og fróðlegt að kynna sér þær hér á blogginu, nú, þegar búið er að opna Bláa lónið. 


mbl.is Bláa lónið opnar að nýju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nauðsynleg lágmarkskrafa að vanda fréttaflutning eftir alvarleg slys.

Í fréttaflutningi af hinu alvarlega slysi á Vesturlandsvegi í gær var frá því greint, að vegonum hefði verið lokað en bent á hjáleið um Dragháls. Í þessum texta felst hvimleið og langlíf villa. örnefnið Dragháls er heiti á sveitaHæ þar sem hjáleiðin liggi um Geldingadraga. 

Í Harða saga Hólmverja greinir frá því að hann hafi dregið tvo geldinga á hornunum við erfið skilyrði yfir dragann og það heiti síðan fest við vettvang þessa hreystoverks. 

Aður en Hvalfjarðargöng voru gerð, lá styta leið frá Reykjavík um Geldingadraga upp í Borgarfjörð og var hún 17 kílímetrum styttri en þjóðvegur eitt. 

Var það kallað "að fara Dragann" þegar menn styttu sér leiðina á þessa lund. 


mbl.is Tveir fluttir með þyrlunni eftir harðan árekstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. desember 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband