Hve litlu munaði að banaslys yrði í Kröflueldunum?

Áður hefur verið rakið hér á bloggsíðunni, hve litlu munaði að stórslys yrði þegar þunn hraunmylsna þrýstist upp i gegnum mjótt borholurör í Bjarnarflagi í einni af um tuttugu jarðskjálftahrinum sem gengu yfir á þeim mín áru, sem eldvirknin stóð. 

Mælingatæknin var á upphafsstigi á þessum árum, en þó hægt að mæla hækkun og lækkun á landinu sem kvikugangurinn lá um, um Leirhnjúk frá NA til SV. 

Í hvert skipti, sem land hækkaði, náði það aðeins hærra en í næst hrinu á undan. Þá gerðist, þá hljóp kvikan lárétt annað hvort til norður eða suður og eldgos urðu á norðursvæðinu, en tvisvar á því syðra

Mikil hríð var í annað þessara skipti til suðurs, en það var ekki fyrr en birti af morgni að það sást, að glóandi hraunmylnsna hafði komist upp um borholurörið og dreift úr sér í þunnu lagi á um 1-200 metra víðu svæði í litlum mæli í hlaupi til suðurs. 

Það hefur gerst þegar hríðin og myrkið voru hvað dimmust og engin nitni til frásaganar. 

Hiti þessararar mylsnu hefur væntanlega verið meiri en þúsund gráður og sést af því, hve skelfilega litlu munaði að stórslys yrði, jafnvel banaslys.    


mbl.is Hægist á landrisi en gos ekki útilokað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. desember 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband