22.12.2023 | 22:07
Um margt hálfgert miðaldaástand í íslenskri bókaútgáfu.
Svona getur raunsönn lýsing á stöðu íslenskrar bókaútgáfu verið:
Bók, næsta dæmigerð á íslenskkum markaði, er prentuð sunnarlega í Evrópu, fer þar um borð flutningabíl og er ekið yfir Alpana allt norður til Álaborgar, fer þar í skipi til Íslands, og síðasta spölinn í flutningabíl á markaðinn.
þeaai flutningsmáti sýnist líkari þeim sem réði ríkjum á 19. öld en þeim, sem maður hélt að væri notaður á 21. öld, en helgast af því, að prentsmmiðjur í austanverðri og sunnanverðri Evrópu geta boðið svo miklu lægra verð fyrir prentunina en íslenskar prentsmiðjur.
Þótt kosti miklu lengri prentunartíma en ella, verða útgefendur að taka áhættuna af alls konar uppákomum við þessar aðstæður, eins og sést á viðtengdri frétt á mbl.is.
Bækur eiga það til að "týnast" eða að seljast snemma svo vel, að ekki er hægt að anna eftirspurn.
Sðnglagaljóðabókin "Hjarta landsins", sem við Friðþjófur Helgason sendum frá okkur í októberbyrjun 2018 reyndist vera svo gölluð, að fyrsta upplagið var ónýtt, og allt í allt kostaði þetta meira tveggja mánaða seinkun á útgáfu ógallaðs eintass.
Gyrðir er týndur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)