Í Kröflueldum 1975 skiptust á ris við miðju kvikugangs og sig hans til skiptis.
Í hvert skipti reis landið hærra en í næstu rishrinu á undan, en í helmingi skipta varð kvikuhlaup annað hvort í norðausturátt eftir gangingu með aldgosi, eða í aðra hvora áttina án eldgoss.
Í hverri rishrinu fór landið hærra en það hafði komist í gosi eða rishrinuni á undan.
Að sama skapi stækkuðu gosin smám seman, og hin síðustu, 1980-1981 og 1984.
Ef upphaf eldvirkninnar syðra núna eru talsverð líkindi með upphafi Kröfluelda, og verður spennandi að fylgjast með því.
Heklugosin 1970, 1980, 1991 og 2000 voru í meginatriðum í kjðlfar landriss, þar sem gosin komu ekki fyrr en eftir að land hafði risið hærra en það gerði fyrir gosið þar á undan.
Núna er Hekla komin talsvert hærra en hún komst fyrir gosið 2000 og treysta vísindamenn sér ekki til þess að spá fyrir gosi með meira en klukkustunu fyrir gos.
![]() |
Landið nú risið hærra en fyrir skjálftahrinuna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.12.2023 | 19:12
Skilar of litlu ennþá.
Þótt tæknilega hafi reynst möglegt að fanga koltvísýring á fleiri en einn veg eru slíkar aðgerðir á byrjunarstigi og langt í land að það skili nægu.
Slá þarf í klárinn og betur má ef duga skal.
![]() |
Geyma koltvísýring á hafsbotni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.12.2023 | 08:36
Færsla á Reykjanesskaga í allmörg ár.
Fyrir nokkrum árum rakst síðuhafi fyrir tilviljun á greinargerð hjá Landmælingum Íslands sem sýndi 18 sentimetra lækkun lands á orkuöflunarsvæðunum á Reykjanesskaga.
Jafnframt þessu gekk sjór á land í Staðarhverfi fyrir vestan Grindavík.
Þessi lækkun lands bendir til þess að mikil rányrkja eigi sér stað í gufuöflun í orkuverum sem vekur spurningar um áhrif þess á stððu hraunkvikunnar undir skaganum.
Þrátt fyrir þetta heldur gufuöflunin áfram eins og ekkert sé, og framkvæmdaleyfi í Eldvðrpum er í fullugildi.
Hvað segja jarðfræðingarnir um þetta?
![]() |
Svartsengi færðist til um heilan metra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)