30.12.2023 | 21:20
Tenerife síðbúin uppgötvun.
Það var ekki fyrr en uppúr 1980, sem Íslendingar gerðu þá síðbúnu uppgötvun, að fyrir þjóð, sem öldum saman hafði verið þrúguð af rysjóttu veðri og köldum sumrum, var suður í höfum að finna slóðir með mun jafnara og heitara veðri, sem gæti orðið nokkurs konar annað heimili norrænnar þjóðar, sem hefði efni á að lifa að stórum hluta lífi farfuglanna sitt hvorum megin á hnettinum.
Þegar litið er á landakort sést svo vel, hve þetta virðist liggja beint við, til dæmis varðandi gang klukkunnar sem tryggir eins heppilegan gang klukkunnar og hugsast getur.
Hitt hefur reynst taka furðu langan tíma að átta sig á helstu kostum Tenerife sem sumarlands Íslendingsins þegar það nýtist hvað best.
Gran Canaria hélt þessum sessi merkilega lengi og það án þess að landinn háttaði sig á að eyjan býður upp á fleira en Ensku ströndina.
Tenerife slær í gegn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)