Er ógagnið ekki meira samtals en gagnið?

Hve marga daga í heild skyldu vera aðstæður þar sem nagladekk gera gagn?  Kannski fimm til sex?

Hve marga daga skyldu þeir gera ógagn?  Hundrað til hundrað og fimmtíu? 

Það ógagn er margs konar. 

Slíta götunum og búa til rásir sem fyllast af vatni og minnka aksturhæfni bílanna. 

Úða tjörupækli yfir götur og farartæki. 

Tjaran berst á rúðurnar og skerðir útsýni, gerir dekkin og göturnar sleipari, skerðir hemlunargetu.

Búa til heilsuspillandi svifryk á þurrum dögum. 

 


mbl.is Meirihluti andvígur gjaldtöku á nagladekk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. desember 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband