8.12.2023 | 21:35
..."happ á tæpri skör..." getur verið dauðans alvara.
"...og í sinni hendi hefur / happ á tæpri skör..." segir í sálmi, sem ber heitið "Sorg og tár..." og fjallar um þau tæpu hættustig sem lífshlaup okkar getur búið yfir.
Í einu af slíkum skiptum var það nýfallinn snjór ofan á flughált og þunnt svell, sem hafði næstum valdið dauðaslysi í érfiðri í einmanalegri ferð minni um hánótt að vetrarlagi 1992.
Nokkur að því er virtist lítil smáatriði, sem röðuðust saman fyrir tilviljun, sýndu í þessi óhappi, hve það er oft lítið, sem getur skapað hættulegar aðstæður í umgengni okkar Íslendinga við fyrirbærið ís, sem landið okkar er kennt við.
Verulega varasamt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.12.2023 | 17:37
Hvers vegna að refsa lang vistvænustu farartækjunum?
"Virk samgöngutæki" er heitið á þeim rafknúnu samgöngutækjum, sem nú á að fara fella niður opinberan stuðning við.
Dæmi um slíkt farartæki er rafreiðhjólið Sörli, sem ekið var frá Akureyri til Reykjavíkur 2015 fyrir orkukostnað uppá 115 krónur.
Gísli Sigurgeirsson bjargaði þessu venjulega reiðhjóli frá förgun og útbjó á það sjö rafhlöður sem gátu skilað því 159 kílómetra á einni hleðslu.
Svipuð hjól hafa verið í prófun hér á síðunni í gegnum árin og gefið öðrum rafknúnum farartækjum langt nef í hagkvæmni og vistmildi.
Og metið á Sörla hefur ekki verið slegið.
Hjólin í prófun hér á síðunni í átta ár hafa verið fjðgur, og eitt þeirra, rafknúna götuhjólið Super Soco, sem aðeins má nota innan um bílaumferðina á allt að 45 km hraða, en ekki nota á hjólastígum og gangstéttum, er með 132 kílómetra drægni og eyðir aðeins raforku fyrir eina krónu á kílómetrann.
Það er hressilegur öfugsnúningur þegar yfirburða vistvænum farartækjum af þessu tagi er nú látin gangast undir opinbert álag sem geri þau fjórðungi dýrara í innkaupi en áður var.
Stuðningur við hjól og rafhjól fellur niður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)