9.12.2023 | 21:13
Úthafshryggirnir: Hundruð kílómetra langar raðir af eldstöðvum.
Eftir að eldstöðvar uppi á landi á utanverðum Reykjanesskaga hafa baðað sig rækilega í sviðsljósii fréttanna undanfarin miesseri er líkt og skyldmenni þeirra suður á Reykjaneshrygg hafi viljað minna á það, að þar leynist í hundruða kílómetra röðum af eldstöðvum þessi líka sprellifandi efniviður í þá viðbót við Ísland sem felst í hinum gríðarlegu skilum á milli meginlandsflekanna tveggja; annars vegar Ameríkuflekans að vestanverðu, en hins vegar Evrópuflekans að austanverðu.
Jarðskjálftarnir suður af íslandi í dag eru áminning um þá ofurkrafta sem mótað hafa landið okkar og gera það áfram.
![]() |
Stórir skjálftar á Atlantshafshrygg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.12.2023 | 07:46
Mátti engu muna í Bjarnarflagi í Kröflueldum. Fyrirvarinn enginn.
Í upphafi Eyjagoss kom hraunið fyrst upp aðeins um hundrað metra frá ausurenda flugbrautarinnar.
Í einu af Kröflugosunum biðu mmenn í ofvæni eftir því kvikan kæmi upp við Bjarnarflag eða hlypi til norðurs.
Lítils háttar kvika gaus upp í gegnum borholurör í Bjarnarflagi, en síðan hljóp hún norður eftir kvikuganginum án þess að komast upp.
Fyrirvarinn var enginn á þessari atburðarás.
![]() |
Fyrirvari eldgoss gæti orðið mjög skammur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)