11.3.2023 | 01:23
Þarf raunsætt mat í hvívetna á "græna iðnbyltingu."
Vatnsaflsvirkjanir og jarðvarmavirkjanir eru skráðar í öllum áróðri sem "hreinar og endurnýjanlegar orkulindir."
Það á við um nær allar vatnsaflsvirkjanirnar en ekki gufuaflsvirkjanir, þar sem stunduð er þvílík "ágeng orkuöflun" að orka svæðisins verður uppurin á 50 árum semkvæmt forsendunum sjálfum.
Það heitir rányrkja á íslensku.
Þar að auki berst ansi mikið magn af brennisteinsvetni frá gufuaflsvirkjunum.
Flestum tignum erlendum gestum á borð við krónprinsa og ráðhrra er sýnd dýrðin í Heillisheiðarvirkjun og dásama þeir þær óspart á þann hátt, að rányrkuskuggahliðin virðist víðs fjarri.
Þrátt fyrir forystu okkar í að binda kolefnið með sérstakri aðferð, þarf að slá duglega í þann klár.
En höfuðatriðið hlýtur að vera að láta búa til módel, sem tryggir sjálfbæra þróun í hvívetna.
Í Morgunblaðsgrein fyrir nokkrum árum settu Ólafur Flóvenz og Guðni Axelsson fram slíka tilhögun, sem hefði þýtt það að virkjanirnar á Nesjavalla-Hellisheiðarsvæðinu hefðu verið margfalt minni í upphafi og þæer ekki stækkaðar nema meði ítrustu varkárni og öryggi að fenginni viðunandi reynslu .
Forstjóri Landsvirkjunar talaði um að viðleitni til slíks yrði höfð með Þeystareykjavirkjun, en nú virðist hafa slaknað á þeirri kló miðað við þá stækkun hennar sem fyrirhuguð er.
![]() |
Vilja græna iðnbyltingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)