31.3.2023 | 16:33
Bylting líka í gangi í útskiptanlegum rafhlöðum.
Endurhlaðanlegar rafhlöður, sem greint er frá í frétt á mbl.is eru ekki það eina af þessu tagi, sem er í hraðri þróun.
Hafin er bylting í nýtingu útskiptanlegra rafhlaðna, sem á að mestu eftir að ganga í gegn, því að henni þarf að fylgja endurnýjun á innviðum, þ.e. gerð raffarartækja, sem bjóða upp á útskiptin og sömuleiðis stöðvar eða skiptikassar, sem gera þetta mögulegt.
Á Tævan er þessi bylting komin lang lengst, og felst nú í tæpla 800 skiptikassa kerfi við götur höfuðborgarinnar Tæpei. Þeir virka svipað og skiptikassar fyrir gaskúta eða gosdrykki myndu virka.
Notandinn getur séð á appi á farsíma sínum hvernig staðan er á rafhlöðunum í skiptikössunum, valið sér einn til að renna upp að og skipt út annarri eða báðum rafhlöðunum á Gogoro rafhjóli sínu á innan við tíu sekúndum, tekið út tvær fullar rafhlöður og sett tvær tómar inn í staðinn.
Nú þegar eru framleiðendur lítilla rafbíla að huga að gerð innviða í skiptistöðvum, sem gera þetta mðgulegt á sérhönnuðum skiptistöðvum, þar sem bílnum er rennt inn á búnað, sem gerir þetta með róbótaaðferð!
Síðuhafi á rafhjól af gerðinni Super Soco LUx, þar sem hann getur haft meðferðis tvær aukarafhlðður á 40 lítra farangurskassa á hjólinu og skipt út rafhlöðum á ferðaleiðinni sem hefur mælst vera 130 kílómetrar!
Í annarri reynsluferð voru fengnar rafhllöður að láni til þess að líkja eftir þvi að fara Gullna hringinn á rafhjólinu á þeim forsendum, að á bensín- og veitingastöðvum á leiðinni væru skiptistöðvar!
Ferðarleiðin var alls um 230 kílómetrar og farin á fjórum klukkustundum.
Myndin var tekin í þessari ferð við Gullfoss.
Bylting af margvíslegu tagi getur verið rétt handan við hornið í þessum málum, ef menn fylgjast bara með því sem er að gerast í heiminum!
![]() |
Getur hlaðið sömu rafhlöðuna 2100 sinnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.3.2023 | 12:50
Endanleg aldahvörf í fjölmiðlun?
Þegar Fréttablaðið kom til sögunnar fyrir 23 árum var það í kjölfar þess að hætt hafði verið útgáfu gömlu flokksblaðanna árin á undan, Tímans, Þjóðviljans og Alþýðublaðsins og eftir stóðu Morgunblaðið og DV.
Um þessar mundir voru þau blöð bæði undir ritstjórn, sem telja mátti hliðholl Sjálfstæðisflokknum. Útgáfa Fréttablaðsins markaði tímamót í íslenskri fjölmiðlun, og það eru því álíka tímamót þegar útgáfunni er hætt.
Þegar hætt var að bera blaðið út hér á dögunum var það skriftin á veggnum og jafngilti því að skjóta sig í fæturna. Enda sást strax hvernig auglýsingum stórfjölgaði í Morgunblaðinu.
Sjónvarpsstöðin Hringbraut hafði vaxið að afli og umfangi síðustu ár og samanlagt brotthvarf hennar og Fréttablaðsins jafngildir kannski aldahvörfum í íslenskri fjölmiðlun.
Það er því miður viðeigandi að ráðherra menningarmála notar orðið "sorgardagur" um þessi tíðindi.
Þess má geta, að allt frá 1954 til 2003 ríkti einokun í millilandaflugi Íslendinga, þannig að mikill einokunarbragur var á því og fjölmiðluninni.
Stofnun flugfélagsins Iceland express 2003 markaði því jafnvel enn meiri tímamót en breytingarnar á íslenska fjölmiðlamarkaðnum.
![]() |
Síðasta fréttin hefur verið birt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)