Gagngert og tafarlaust endurmat á ofanflóðahættu framundan?

Nýleg ofanflóð á Flateyri, Patreksfirði, Ólafsfirði og nú síðast á Austfjörðum hafa um margt verið öðruvísi og komið fólki meira að óvörum en búast hafði mátt við.  

Þetta hlýtur að kalla á gagngert endurmat á þessum málum og málefnum Ofanflóðasjóðs því að svo nærri skall hurð hælum varðandi hættu á mannskaða að engan veginn er að óbreyttu hægt að taka áhættu áfram á slíku.    

Og hér þýðir ekkert hik eða undanbrögð í máli sem þar sem verið að keppa við klukkuna gagnvart hættu, sem getur enn birst í versta ham hvenær sem er. 


mbl.is Rýna í gögn um ofanflóðahættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Ó, þú yndislega haf.."

"Föðurland vort hálft er hafið" segir í þekktu ljóði um forsendu mannlífs á Íslandi, sem er hafið við landið. Án viðunandi ástands hafsins væri landið óbyggilegt; því ræður hnattstaða þess.

Í laginu og ljóðinu "Ó, þú yndislega land" eru fjðgur erindi, og fjallar það fyrsta um landið, annað um hafið, hið þriðja um jörðina og lokaerindið um lífið. 

Svona hljóðar erindið um hafið:

 

Ó, þú yndislega haf, 

allt það besta, sem mér gaf!

Örvar mig og augun gleður 

öldufalda geislatraf. 

Aðeins þér að þakka er   

það, að lífvænt skuli hér. 

Sæll ég er á öldum þínum 

orðinn líkt og hluti´af þér.

 

Við þetta er litlu að bæta. Rannsóknir á hita, seltu og sýrustigi sjávar eru forsenda þess að hafa yfirsýn yfir það sem er að gerast í hafinu umhverfis landið og átta sig á því hvort hætta geti verið á því að kólnun verði í hafinu vegna minnkunar Golfstraumsins. 


mbl.is Sjávarhiti við Suður- og Vesturland vel hár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. apríl 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband