Stórmerkur bíll í bílasögunni.

Toyota Prius var tímamótabíll þegar hann kom fyrst á markað um síðustu aldamót. Með honum tók Toyota forystuna í gerð tvinnorkubíla (hybrid) og bíllinn hlaut verðskuldaðar viðurkenningar á alþjóðavísu, nema ef vera skyldi á Íslandi, þar sem bílablaðamenn völdu annan bíl. 1406029

Aðrir bílaframleiðendur tóku ekki upp þá varfærnistefnu, sem Toyota fylgdi í orkuskiptum, og með hinni hröðu framþróun í gerð hreinna rafbíla óðu þeir fram úr Toyota seint á fyrsta áratugnum. 

Toyota veðjaði frekar á vetni, en vegna þess hve fyrirferðarmikil framrás hreinna raforkubíla var, fór megnið af kraftinum við innviðabyggingu orkuskiptanna í uppbyggingu hraðhleðslustöðva og vetnisvæðingin sat eftir. 

Fyrstu fjórar kynslóðir Prius voru með útlit sem markaðist mjög af því að halda loftmótstöðunni sem mest niðri á sama tíma og Toyota færðist æ meir út í alls kyns skúlptúra í útliti annara Toyotabíla.

Þótti mörgum Prius óspennandi í útliti, en síðuhafi var alla tíð ósammála því að bíllinn væri ljóti andarunginn og fagnar því að fimmta kynslóðin sé trú eftirsókninni eftir sem straumlínulagaðustu útliti, þegar útkoman er tær snilld fegurðar og notagildis. 

 


Bloggfærslur 11. apríl 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband