Að "vélar vinni störfin og enginn geri neitt..."? Ekki enn, en senn hársbreidd frá því.

Eins og greint var frá í pistli hér á síðunni í fyrradag, hefði verið betra að hærra ártal en 2012 í lagi með heitinu "Árið 2012", til dæmis árið 2071. En vegna hrynjandans í hinu erlenda kántrílagi voru sjö nótur í því ártali, tveimur fleiri en í 2012.  

En að einu leyti erum við alveg hársbreidd frá því að laglínan um veldi gervigreindarinnar yrði raunveruleiki ársins 2012:

"Og veröldin var skrýtin, það var allt orðið breytt, 

því vélar unnu störfin og enginn gerði neitt."

Sem dæmi um tölvutæknina og gervigreindina má nefna, að greiningartölva fyrir krabbamein getur flett á augabragði upp öllum þeim þúsundum greina í læknablöðum heimsins, sem hafa verið gefnar út um krabbamein og fengið niðurstöðu um bestu lyfjameðferðina og greininguna viðkomandi krabbameini á dagstund, á þúsundföldum hraða læknis. 

Gervigreindar tölvutækninni fleygir nú svo hratt fram, að þeir sem best þekkja þar til, spá meiri iðnbyltingu í þeim efnum, sem yrði mesta bylting af því tagi í sögunni. 

En hvað um línuna "...vélar unnu störfin og enginn gerði neitt."? 

Þar stendur kannski hnífurinn í kúnni að vissu leyti. Það þarf nefnilega að hanna og framleiða allar þær vélar, sem vinna störfin, og líka að gera við þær þegar þær bila. 

Og svo þarf kannski að forrita upp á nýtt. Við vitum að hundruð þúsunda vinnandi fólks vinnur nú þegar við að "uppfæra" allan fjandann.   

En engu að síður má sjá á öllu hinu gríðarmarga, sem nú er verið að finna upp á þessu sviði, að fullyrt er að búin verði til forrit, sem framleiða forrit og uppfæra þau; jafnvel nýjar og nýjar kynslóðir forrita!  


mbl.is Snjalltæknin nýtt við meðhöndlunina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einkenni hins nýja eldgosatímabils?

Jarðskjálftarnir, sem þessar vikurnar eru í gangi á Reykjanesskaganum allt frá sjó við Reykjanestá og austur úr, eru athyglisverðir, einkum þeir vestustu.  

Sérfræðingar hafa talað um að eldgosin við Fagradalsfjall og aðrar hræringar undanfarin ár séu merki um að átta hundruð ára goshléi á svæðinu sé lokið.  

Engar mælingar voru þær aldir, sem eldgosin voru fyrir hléð, og því skortir samanburð að því leyti.  

Það breytir því ekki að það verður að vera við öllu búinn hér eftir þótt erfitt sé að spá miklu um það hvernig sú breyting gerist í nánari atriðum. 


mbl.is Skjálftar suður af Reykjavík og við Selfoss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki síður skoða aðlögun að þverrandi orkulindum jarðefnaeldsneytis.

Ráðstefna um loftslagsbreytingar og aðlögun, sem nú er haldin, er löngu tímbær. En jafnvel enn fyrr hefði mátt standa fyrir hinni hliðinni á peningnum, ítarlegri ráððstefnu um aðlögun að enn óumdeilanlegri staðreynd; að komið er að hámarki olíualdarinnar svonefndu og nú liggur leiðin óhjákvæmilega niður á við í þeim efnum sem öllu öðru fremur hefur ráðið för í orkubúskap og efnahagslífi þjóða heims. 

Jafnvel þótt nýjar olíulindir verði teknar í notkun, verða þær hér eftir óhagkvæmari og minni en hin mikla uppspretta í Miðausturlöndum hefur verið.  

Viðfangsefnið, loftslagið og orkulindirnar, skarast og þess vegna mætti síðan allt eins hugsa sér þriðja viðfangsefnið, hvernig sú skörun á eftir að virka.  


mbl.is Beint: Ráðstefna um loftslagsbreytingar og aðlögun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. apríl 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband