Ekkert grín að vera fastur í lyftu. "...Eru á ferli..."

Það er oft ekkert grín að vera fastur í lyftu, hversu öruggar sem þær eru. 

Atvik í nýreistri 12 hæða blokk að Austurbrún 2 fyrir 60 árum er gott dæmi um það. 

Kona ein, sem var gestur stutta stund í íbúð á efstu hæð hússins, gekk alla leið upp vegna þess að hún var afar lofthrædd og jafnvel enn hræddari í lyftum. 

Þegar hún var að kveðja var haldinn smá fyrirlestur um öryggið í nútíma lyftum, og meðal annars sagt fjálglega frá því hve vel væri búið um hnúta varðandi óhöpp sem gætu falist í því að eitthvað gæti fests á milli stafs og hurðar. 

Við þetta vaknaði nægileg forvitni hjá konunni, ekki síst vegna þess að boðið var upp á sýnikennslu. 

Var lyftan nú stillt á neðstu hæð, en þegar komið var nokkrar hæðir niður, stigið með tánni á þröskuld lyftunnar til að sýna hvernig hún stöðvaðist sjálfvirkt samstundis.

Það gerði hún svikalaust, en þá gerðist hið óvænta; lyftan haggaðist ekki og var allt í einu pikkföst á milli hæða. 

Hrifning konunnar breyttist á augabragði í einhverja mestu skelfingu sem hugsast gat. 

Við tók 20 mínútna bið, sem virtist lengri en heil eilífð þar til loksins barst hjálp og lyftan komst aftur af stað. 

Þekktasta atvikið af þessu tagi er líklega þegar fjórir af helstu fyrirmönnum þjóðarinnar voru um borð í lyftu, sem stöðvaðist á milli hæða. 

Þetta voru forsætisráðherrann, forsetinn og biskupinn auk fjórða manns ef rétt er munað. 

Í tilefni af þessu orti Jóhannes Sigfússon (bróðir Steingríms J.), og tók að láni eina hendingu úr ljóði Gríms Thomsens um Arnljót gellini:

 

Illt í för það ávallt hefur 

ef menn storka giftunni. 

Eru á ferli úlfur og refur

í einni og sömu lyftunni.  

 


mbl.is Segir fólkið ekki hafa verið fast í lyftunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. apríl 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband