Trylltur hamfarastormur vindorkuveranna að hefjast?

Andrúmsloft jarðar lætur lítið yfir sér hvað snertir eðlisþyngd, en þegar allur lofthjúpur jarðar er lagður saman verður útkoman tryllingslega stór. 

Í gangi eru ævintýralegar fyrirætlanir nýrra valdahópa, sem kalla mætti vindgreifa, samanber sægreifa.  

Í undirbúningi eru minnst 40 vindorkuver, sem geta orðið ævintýralega stór. Sem dæmi má nefna eitt stykki, sem á að rísa úti á miðununum fyrir utan Hornafjörð og geta orðið allt að 15 þúsund megavött, eða framleiða allt að fjórum sinnum meiri orku en nemur allri orkuframleiðslu Íslendinga, en það þýðir 16 sinnum meiri orku en nú er notuð fyrir íslenska fyrirtæki og heimili!!!

Um það eru notuð orð eins og að "við vitum hvaðan árnar og fiskistofnarnir koma og hvert leið þeirra liggur, en enginn veit hvaðan vindur kemur né hvert hann fer. 

Fylgjendur þessara trylltu gróðahugmynda er strax farnir að tala um það að alls ekki megi leggja verðmat á vindinn, heldur megi hver sem er, erlendir sem innlendir, gera hann sér að féþúfu endurgjaldlaust. 

Það segir hins vegar sína sögu, hvað er í gangi, að nú er að byrja að koma fram hverjir eru fjárfestar í þessum ósköpum. 

Þar glyttir í mörg nöfn, sem kunnugleg eru í skrautlegri sögu forsprakka á öðrum sviðum fjárplógsstarfsemi og gróðabralls landans undanfarna áratugi. 


mbl.is Beint: Tillögur kynntar um nýtingu vindorku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. apríl 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband