Hillir loksins undir skilning á því hve mikilvæg heilbrigðismálin eru?

Í viðtengdri frétt á mbl.is um uppbyggingu Landssptílans segir forstjórinn, að honum þyki að vísu "leiðinlegt" að þurfa sífallt að sífra um risastærð verkefnisins og heilbrigðismálanna í heild, en bendir þó á teikn á lofti um að vaxandi skilningur sé hjá ráðamönnum á þeim málaflokki, sem flestir landsmenn telji mikilsverðust, ef marka má nýlega skoðanakönnun.  

Stóra skriftin er á veggnum: Það stefnir í það að hlutfallslega eigi elsti hluti landsmanna eftir að verða allt að tvöfalt stærri á næstu áratugum, miðað við aðra aldurshópa og einkum yngsta hópsins sem þarf að bera uppi þá framleiðslugetu, sem nauðsynleg verður í nýrri tegund tækniframfara. 

Athyglisvert er, að í nefndri skoðanakönnuun voru valdir aðeins þrír helstu málaflokkarnir, og að umhverfismál voru ekki nefnd. 

Allt hnígur þó að því að sá málaflokkur verði afdrifaríkastur fyrir mannkynið á 21. öldinni. 


mbl.is „Gríðarlega stór tíðindi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. apríl 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband