Séríslenskt sleifarlag?

Árið 1974 féllu snjóflóð í Neskaupstað, sem hefðu átt að koma af stað gagngerri áætlun um snjóflóðavarnir þá þegar. 

Það var ekki fyrr en 1994 að norskur snjóflóðasérfræðingur sagði að þar sem landi hallaði og snjór gæti fallið, gætu komið snjóflóð. Hann var fenginn til að athuga aðstæður á Seljalandsdal og beðinn um að fjalla ekki nánar um aðstæður vestra í öðrum fjörðum. 

Meðal þeirra staða hefðu getað orðið krapaflóðið mannskæða á Patreksfirði, en 1995, árið eftir snjóflóðið á Seljalandsdal, féllu stóru mannskæðustu flóðin á Súðavík og Flateyri, og samtímis stærsta snjóflóðið innsst í Dýrafirði, en það félll í óbyggð. 

Einn maður fórst í snjóflóði í Reykhólasveit, en það var ekki fyrr en eftir snjóflóð í Bolungarvík 1997 sem einhver hreyfing af alvöru komst á ofanflóðamálin

1999 var Ofanflóðasjóði hrint af stað, og átti að ljúka verkefnum sínum 2010, en því var frestað til 2020 og svo aftur 2030. 

Þessi saga er ekki sú eina af þessu tagi, sem um getur hér á landi. 

Ítrekað hafa framlög í sjóði verið tekin úr þeim og sett í eitthvað annað. 

Harmsaga Ofanflóðasjóðs er hins vegar of stórfellt dæmi um eins konar séríslenskt sleifarlag, sem er í raun óskiljanlegt viðundur; risatilbrigði um íslenska stefið og viðkvæðið "þetta reddast." 


mbl.is Fjármögnun varnargarðs í Neskaupstað óljós
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. apríl 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband