28.4.2023 | 22:39
Leikmanni verður starsýnt á eldrauða loftmassann frá Afríku.
Fjölmiðlunartæknin hefur vaxið mikið á þeim 57 árum síðan veðurkort birtust landsmönnum á svart-hvítum veðurkortum.
Nú eru birtar miklu fjðlbreyttari upplýsingar á kortum, þar sem loftstraumar og loftmassar hreyfast eins og lifandi verur.
Í mestallan vetur hafa meginlínurnar um átökin milli rauðlitaðs massa yfir Afríku og hins helbláa massa yfir Grænlandi bylgjast um nokkurs konar vígstöðvar, sem liggja eins og víglína frá suðvestri norðaustur yfir Ísland og ráða hinum miklu sviptingum í veðurfarinu hjá okkur.
Einstaka sinnum þrýstir þurrt og sjóðheitt loft frá Sahara sér alla leið norður í Íshaf, og meira að segja sandrykið frá Sahara mettar loftið hjá okkur.
Þegar svona ástand getur varað jafnvel dögum saman, og þetta gerist tíðara en áður, gætu það verið merki um hækkun meðalhita andrúmsloftsins á heimsvísu.
En hinar gríðarmiklu víðlendur átakasvæðanna eru stærri og með flóknari fyrirbærum en svo að auðvelt sé að spá í þau spil.
77 ára hitamet slegið í Portúgal | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.4.2023 | 09:56
"Spennandi" tímar framundan hjá borginni.
Áratugum saman hafa fjármálatölur Reykjavíkurborgar verið umdeildar og meðhöndlaðir á misjafnan hátt. Þannig er það enn í dag, og hlutverkaskipti Dags og Einars skapa líklega aukna óvisssu, hvort hún ein og sér muni einhverju verulegu breyta.
Risastór verkefni bíða í samstarfi bæjarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu varðandi stórvirki á borð við Borgarlínu og Sundabraut.
Framundan eru átök á vinnumarkaði og glíman við verðbólguna og niðurstöður skoðanakannana hrista stoðir stjórnarsamstarfsins.
Rekstrarafhroð í borginni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)